Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. nóvember 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atli lagði upp sigurmark Waregem - Sævar skoraði og sótti víti
Sævar Atli Magnússon skoraði og fiskaði víti.
Sævar Atli Magnússon skoraði og fiskaði víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson.
Atli Barkarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sævar Atli Magnússon reimaði á sig markaskóna þegar Lyngby tók á móti Álaborg í dönsku deildinni í dag.


Hann kom sínum mönnum yfir eftir tæplega tíu mínútna leik en staðan hélst óbreytt þangað til flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Álaborg komst yfir með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Lyngby fékk vítaspyrnu undir lok leiksins, sem Sævar Atli krækti í, og Frederik Gytkjær skoraði af punktinum og tryggði liðinu stig.

Nóel Atli Arnórsson var ekki með Álaborg í dag en hann er að jafna sig af meiðslum.

Álaborg er í 9. sæti með 16 stig eftir 15 umferðir en Lyngby er í 11. sæti með 10 stig.

Atli gulls ígild

Atli Barkarson lagði upp sigurmark Waregem sem fékk RAAL La Louviere í heimsókn í næst efstu deild í Belgíu.

Waregem komst yfir snemma í seinni hálfleik en gestirnir jöfnuðu metin á 87. mínútu en Atli lagði upp sigurmarkið tveimur mínútum síðar. Waregem er í 2. sæti með 23 stig eftir 11 umferðir en RWDM sem er á toppnum og RAAL eru með jafn mörg stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður þegar Preussen Munster náði í jafntefli gegn Karlsruher í næst efstu deild í Þýskalandi en Preussen Munster jafnaði metin í uppbótatíma. Liðið er í 16. sæti með 11 stig eftir tólf umferðir.


Athugasemdir
banner
banner