Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 14:30
Aksentije Milisic
England: Arsenal valtaði yfir Chelsea í toppslagnum
Mead komst á blað í dag.
Mead komst á blað í dag.
Mynd: EPA

Arsenal 4-1 Chelsea
1-0 Bethany Mead ('8)
1-1 Johanna Rytting-Kaneryd ('13)
2-1 Amanda Ilestedt ('36)
3-1 A. Russo ('38)
4-1 A. Russo - Víti ('74)


Arsenal og Chelsea áttust við í toppslag í enska kvennaboltanum í dag en fyrir leikinn voru þær bláklæddu á toppi deildarinnar með þremur stigum meira heldur en Arsenal.

Bethany Mead kom Arsenal á bragðið strax á áttundu mínútu en Johanna Rytting-Kaneryd jafnaði stuttu síðar. Heimastúlkur gerðu tvö mörk á stuttum tíma seint í fyrri hálfleiknum og komu sér í vænlega stöðu.

Russo, sem skoraði í fyrri hálfleiknum, kláraði leikinn endanlega þegar um korter var til leiksloka en þá skoraði hún af vítapunktinum. 4-1 sigur Arsenal staðreynd í þessum Lundúnarslag og nú eru bæði lið með 22 stig en Chelsea er með betri markatölu.

Manchester City kemur síðan í þriðja sætinu með nítján stig.


Athugasemdir
banner
banner