„Ég mun ekki stýra öðru félagsliði eftir City," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City, í dag.
„Ég ætla ekki að tala um langtímaplönin mín en það sem ég mun ekki gera er að fara, flytja til annars lands og gera það sama og ég geri í dag."
Guardiola er 53 ára Spánverji sem hefur verið hjá City síðan 2016. Þar á undan stýrði hann Bayern Munchen eftir að hafa hafið stjóraferilinn hjá Barcelona.
„Ég ætla ekki að tala um langtímaplönin mín en það sem ég mun ekki gera er að fara, flytja til annars lands og gera það sama og ég geri í dag."
Guardiola er 53 ára Spánverji sem hefur verið hjá City síðan 2016. Þar á undan stýrði hann Bayern Munchen eftir að hafa hafið stjóraferilinn hjá Barcelona.
„Ég myndi ekki hafa orkuna í það. Hugsunin að byrja einhvers staðar annars staðar. Nei, nei, nei! Mögulega mun ég þjálfa landslið, en það er öðruvísi," segir Guardiola.
Hann hefur unnið gífurlegt magn af titlum á sínum stjóraferli, þar á meðal sex Englandsmeistaratitla sem stjóri City.
„Mig langar að spila golf en get það ekki núna. Tíminn mun koma þegar ég finn að þetta er komið gott og ég mun klárlega hætt þá," segir Guardiola sem framlengdi samning sinn við City í síðasta mánuði.
Athugasemdir