mán 11. janúar 2021 16:15
Elvar Geir Magnússon
Hæfileikum Eriksen sóað hjá Inter
Christian Eriksen í leik með danska landsliðinu.
Christian Eriksen í leik með danska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, segir að ítalska félagið Inter sé að sóa hæfileikum Christian Eriksen.

Hjulmand vonar að Eriksen taki ákvörðun sem er best fyrir feril hans og fyrir landsliðið.

Eriksen hefur verið að mestu notaður á bekknum síðan hann kom til Inter frá Tottenham í janúar 2020.

„Christian hefur spilað of lítið á árinu 2020. Þetta er sóun á hæfileikum," segir Hjulmand.

„Ég vona svo sannarlega að hann muni fá mun meiri spiltíma á þessu ári."

Talið er líklegt að Eriksen yfirgefi Inter í janúarglugganum en launakröfur hans gætu reynst hindrun.

„Ég er sannfærður um að Christian muni taka rétta ákvörðun sem muni koma sér sem best fyrir feril hans og fyrir landsliðið. Lítill spiltími hans er áhyggjuefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner