Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. janúar 2022 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fimm leikir í röð án taps hjá Southampton
Che Adams
Che Adams
Mynd: Getty Images
Southampton 4 - 1 Brentford
1-0 Jan Bednarek ('5 )
1-1 Vitaly Janelt ('23 )
2-1 Alvaro Fernandez ('37 , sjálfsmark)
3-1 Armando Broja ('49 )
4-1 Che Adams ('70 )

Southampton og Brentford áttust við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Southampton komst yfir með marki frá Jan Bednarek, hann skallaði boltann í netið af nærstönginni eftir hornspyrnu frá James Ward-Prowse.

Brentford jafnaði metin með stórglæsilegu marki hjá Vitaly Janelt.

Hann fékk sendingu fyrir frá Bryan Mbuemo og negldi boltanum á lofti í netið.

Eftir 37 mínútna leik fékk Southampton aðra hornspyrnu, boltinn fór yfir allann pakkann og endaði hjá Diallo sem stóð fyrir utan teiginn. Hann skaut að marki og boltinn fór í stöngina og í Alvaro Fernandez í marki Brentford og inn.

Þriðja mark Southampton kom eftir frábæra skyndisókn sem Armando Broja endaði með því að setja boltann undir Fernandez og í netið. Che Adams innsiglaði 4-1 sigur Southampton.

Southampton fer því uppfyrir Brentford í töflunni í 11. sæti með 24 stig. Brentford í 13. sæti með 23 stig. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Southampton tapar ekki ef talið er með sigurinn gegn Swansea í FA Bikarnum um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner