Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samantekt af fundi Arnars: Allt hlutir sem fylgja fótboltanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur getað dreift verkefnum á aðra aðila.
Hefur getað dreift verkefnum á aðra aðila.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Ísland mætir Úganda í æfingaleik á miðvikudag og er um að ræða fyrri leik liðsins í verkefninu því liðið mætir svo Suður-Kóreu á laugardag. Fyrir fundin í gær var staðfest að leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Hér má sjá öll svör Arnars frá fundinum í gær. Áðurbirt efni má nálgast með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Svörin eru í tímaröð.

Brynjólfur í einangrun á liðshóteli Íslands
Óttast ekki að veiran dreifi sér víðar

Fyrir utan Brynjólf, hvernig er staðan á hópnum?

Þrír tæpir - Fylgir fótboltanum
„Við æfðum í gær og æfðum svo í morgun. Alex (Þór Hauksson) fann aðeins til í náranum, Stebbi [Stefán Teitur Þórðarson] fann aðeins til í lærinu og Ingvar Jónsson var aðeins aumur í kálfanum í morgun. Þetta eru allt hlutir sem fylgja fótboltanum og við erum með okkar sjúkraþjálfara og lækni í því að taka púlsinn á því og ég vonast til þess að allir verði leikfærir fyrir fyrsta leikinn á móti Úganda," sagði Arnar í hádeginu í gær.


Þrír íslenskir þjálfarar efstir á blaði Arnars - Allir eru í starfi
Tækifæri til að anda að sér öðru andrúmslofti og finna jákvæðan takt



Grunngildin og hlutverkin mikilvægari en leikkerfið
Munum við sjá jafnvel breytingu á leikkerfi í næstu fjórum æfingaleikjum eða mundu halda áfram að þróa 4-3(1-2)-3 kerfi sem þú hefur verið að spila síðan þú tóskt við?

„Það er alveg opið. Það er þess vegna sem er gott að fá svona leiki, þá er hægt að prófa nýja hluti. Grunngildin og grunnhlutverkin verða alltaf þau sömu, sama hvort við spilum 4-4-2, 4-3-3, 4-5-1 eða hvað við viljum kalla það. Það að spila 4-4-2 krefst þess að við erum með tvo sentera sem eru góðir að vinna saman. Við þekkjum frábæru samvinnuna milli Kolbeins og JD [Jóns Daða] í mörg mörg ár. Ég held að mikilvægast í þessu fyrir þjálfara eru þessi grunngildi og hlutverkin vegna þess að ég hef ekki alltaf stjórn á því hvaða leikmenn eru til taks í hverjum glugga fyrir sig."


„Erfitt fyrir mig að tala fyrir hann hvernig staðan er"
Hefði Jökull spilað gegn Tottenham? - Fengu upplýsingar fyrir tilviljun



Erfitt að ráða inn í starf sem hefur aldrei verið fullt starf
Út í yfirmann knattspyrnumála, hefur þú rætt við formann KSÍ (Vöndu Sigurgeirsdóttur) hvort það eigi að koma þessu starfi í hendur annars aðila?

„Eins og þið vitið, þegar ég tók við stöðu landsliðsþjálfara að ég myndi gegna þessu áfram þar til annað yrði ákveðið. Vanda er núna formaður og í sjálfsögðu hef ég rætt þetta við Vöndu. Það eru ákveðnar lausnir og ákveðið plan hvernig Vanda og stjórnin ætla að leysa þetta."

„Það gæti verið að fólk skilji ekki alveg í hverju starfið felst. Við erum ekki stórt knattspyrnusamband sem þýðir að við erum kannski svolítið fámenn í starfi innan KSÍ. Starf yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, það er ekki hægt að líkja því við t.d. yfirmanns fótboltamála hjá Bayern Munchen. Hasan Salihamidzic sér bara um aðallið Bayern."

Starfið hjá KSÍ er í rauninni nánast eingöngu út í félögin og að sjá um yngri landsliðin. Ég hef verið það heppinn undanfarna mánuði að ég hef getað dreift nánast öllum þessum verkefnum fyrir yngri landsliðin og A-kvenna yfir á þjálfara þeirra liða. Við höfum getað leyst það mjög vel."

„Það er svolítið erfitt að ráða inn í starf sem hefur aldrei verið fullt starf, það hefur kannski verið helsta spurningamerkið innan KSÍ. Þetta er eins og við vitum mjög stórt starf hjá mörgum knattspyrnusamböndum og félagsliðum. Við erum ekki alveg komin þangað hjá KSÍ, erum að þróa þetta og að sjálfsögðu hefur þetta verið rætt mjög mikið. Það er plan á borðinu sem við erum að vinna eftir akkúrat núna,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner