Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. janúar 2022 10:31
Elvar Geir Magnússon
Sér ekki að Man Utd sé spennandi fyrir Rice
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Glen Johnson, fyrrum varnarmaður West Ham, telur að Manchester United sé ekki mjög spennandi fyrir miðjumanninn Declan Rice eins og staðan er núna. Rice yrði þó fullkominn leikmaður fyrir Rauðu djöflana.

Rice, sem er 22 ára, er algjör lykilmaður hjá Hömrunum og mörg stór félög horfa löngunaraugum til hans. Hann hefur lengi verið orðaður vð Manchester United.

„Ég tel að Manchester United gæti ekki fengið mikið betri kost en Declan Rice. En ef hann væri fáanlegur held ég að Chelsea eða Liverpool væru á undan í röðinni," segir Johnson.

„Ef ég væri Declan þá myndi ég í hreinskilni vera með efasemdir um að fara í Manchester United. Þetta er ekki sama Manchester United og var. Í fortíðinni var þetta þannig að ef Manchester United hringdi þá mættir þú. Þeir voru númer eitt og allir vildu fara þangað. Það er ekki til staðar lengur."

„Ég held að hann endi ekki hjá Manchester United, sama hvort þeir vilji fá hann eða ekki," segir Johnson en Manchester United er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner