mið 11. janúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rannsaka mögulegt veðmálasvindl í leik Oxford og Arsenal
Ciaron Brown, leikmaður Oxford, heldur í Bukayo Saka.
Ciaron Brown, leikmaður Oxford, heldur í Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið er núna að rannsaka mögulegt veðmálasvindl í tengslum við leik Oxford og Arsenal í FA-bikarnum fyrr í þessari viku.

Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn engu en öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Daily Mail hefur heimildir fyrir því að enska fótboltasambandið sé með sönnunargögn um að maðkur hafi verið í mysunni varðandi gult spjald sem Ciaron Brown, varnarmaður Oxford, fékk í leiknum.

Brown, sem er 24 ára gamall, var spjaldaður eftir rétt tæplega klukkutíma leik fyrir brot á Bukayo Saka, leikmanni Arsenal.

Það er óljóst hversu margir aðilar veðjuðu á það að Brown fékk gult spjald en enska fótboltasambandið tekur málinu alvarlega og er að rannasaka það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner