Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 11. janúar 2023 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögur um risatilboð í Hilmi Rafn ekki réttar
Hilmir Rafn Mikaelsson.
Hilmir Rafn Mikaelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn efnilegi, Hilmir Rafn Mikaelsson, er líklega að ganga í raðir Tromsö í Noregi á láni frá ítalska félaginu Venezia.

Hilmir Rafn, sem er fæddur árið 2004, framlengdi samning sinn við Venezia seint á síðasta ári en hann hefur verið að leika vel fyrir unglingalið félagsins.

Hilmir hefur komið við sögu í einum keppnisleik með meistaraflokki á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum í bikarleik gegn Ascoli og skoraði tvennu í 2-3 tapi.

Núna segir sagan að hann sé að fara til Tromsö á láni, en fréttir um málið vöktu mikla athygli í gær eftir að norski fréttamaðurinn Arilas Ould-Saada, sem vinnur fyrir TV2 þar í landi, birti tíst með frekari upplýsingum. Þar sagði hann að Tromsö þyrfti ekki að borga laun Hilmis en gæti fengið prósentu af næstu sölu hans ef hann spilar ákveðið magn af leikjum fyrir norska félagið og Tromsö hjálpi honum þannig að þróa sinn leik.

„Þetta gæti þýtt margar milljónir í vasann fyrir Tromsö því það kom nýverið tilboð upp á 25 milljónir norskra króna frá ítölsku félagi í leikmanninn," sagði Ould-Saada.

Þetta er sannkallað risatilboð því 25 milljónir norskra króna eru tæplega 362 milljónir íslenskra króna og rúmlega 2,3 milljónir evra. Það er ansi mikill peningur fyrir 18 ára gamlan leikmann, sannkallað risaverð.

En samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru þessar sögur um þetta stóra tilboð ekki réttar þó það sé vissulega rétt að félög eru áhugasöm um þennan efnilega leikmann.

Hilmir lék sinn fyrsta leik fyrir U21 landslið Íslands á seinasta ári. Hann lék fyrir Fjölni áður en hann var fenginn til Feneyja.


Athugasemdir
banner