Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2023 11:32
Elvar Geir Magnússon
Spánverjar græða á tá og fingri á því að halda Ofurbikarinn í Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Ofurbikarinn á Spáni fer fram í Sádi-Arabíu en þar taka fjögur lið þátt. Spánarmeistarar Real Madrid mæta Valencia í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld. Á morgun leika svo bikarmeistarar Real Betis svo gegn Barcelona en sigurliðin leika til úrslita á sunnudag.

Þetta er í fjórða sinn sem Ofurbikar Spánar er leikinn í konungsríkinu og augljóslega eru peningar stærsta ástæða þess.

Marca hefur tekið saman hversu háar greiðslur eru að koma inn í spænska fótboltann með því að halda keppnina í Sádi-Arabíu.

Spænska fótboltasambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að halda keppnina þarna, í ljósi mannréttindamála. Sambandið hefur skýlt sér bak við það að að öll félög Spánar hagnist.

Spænska sambandið fær 40 milljónir evra fyrir að halda keppnina í Sádi-Arabíu, eða um 6,2 milljarða íslenskra króna.

Félögin sem taka þátt fá sínar greiðslur en þar er miðað við orðspor, tekjuöflun og titlasöfnun. Real Madrid og Barcelona fá um 6 milljónir evra hvort félag, um 930 milljónir íslenskra króna.

Valencia fær um 1,7 milljón evra en Real Betis 750 þúsund evrur.
Athugasemdir
banner
banner
banner