Fiorentina komst upp í 2. sætið í ítölsku deildinni í bili að minnsta kosti þegar liðið lagði Sampdoria í dag.
Fiorentina var með 1-0 forystu í hálfleik en Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á bekknum. Hún kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik og skoraði annað mark Fiorentina þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.
Sampdoria náði að minnka muninn en nær komust þær ekki.
Fiorentina komst upp í 2. sætið með sigrinum en liðið er tveimur stigum á undan Juventus sem mætir Comoí kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir er ekki í leikmannahópi liðsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 3-0 sigur á Frankfurt.
Hún var tekin af velli eftir 70 mínútna leik en þá var staðan 1-0. Wolfsburg er í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir Íslendingaliði Bayern Munchen og sex stigum á undan Frankfurt sem er í 3. sæti.