Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Mikilvægt að vera með sterkan bekk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham lagði Brighton að velli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Son Heung-min og Brennan Johnson komu inn af bekknum til að gera sigurmarkið á lokasekúndunum.

Ange Postecoglou var kátur eftir sigurmarkið og er gríðarlega ánægður með að hafa náð í þrjú stig.

„Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik en verðskulduðum að snúa þessu við í þeim síðari. Við vorum betri eftir leikhlé en við erum ennþá ófullkomið verkefni. Það er margt sem við þurfum að bæta," sagði Postecoglou.

„Við mættum í þennan leik með mjög sterkan varamannabekk og það hjálpaði okkur að ná í sigurinn. Son og Johnson gerðu frábærlega í sigurmarkinu. Í seinni hálfleik reyndi Brighton að halda okkur í skefjum og þeir virkuðu þreyttir undir lokin. Það var mikilvægt að geta skipt hágæða leikmönnum inn af bekknum."

James Maddison var í byrjunarliði Tottenham í gær og spilaði allan leikinn. Hann var ánægður með sigurinn þó að Spurs hafi ekki verið að spila sinn besta leik.

„Við vorum ekki uppá okkar besta í dag og það var gott að ná í sigurinn undir lokin. Það er frábær tilfinning að vera inni á vellinum og sjá stuðningsmenn missa vitið þegar það kemur sigurmark svona seint. Ef það væri hægt að setja þessa tilfinningu í flösku og selja hana þá myndi maður græða milljónir. Þetta er sjaldgæf tilfinning.

„Við höfum gert þetta nokkrum sinnum á tímabilinu að vinna leiki seint á heimavelli. Við unnum gegn frábærum andstæðingum sem eru að gera flotta hluti í Evrópudeildinni og hafa verið að berjast um sæti í topp sex á síðustu árum."

Athugasemdir
banner
banner