Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjartsýnn á að Everton fari aftur að vinna titla og geri sig gildandi í Evrópu
Nýi heimavöllur Everton.
Nýi heimavöllur Everton.
Mynd: EPA
Kevin Thelwell, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, er mjög svo bjartsýnn fyrir framtíð félagsins. Félagið er að flytja á nýjan leikvang á hafnarsvæðinu við Bramley Moore í Liverpool í sumar. Um 52000 áhorfendur geta mætt á leiki Everton í framtíðinni.

Everton hefur átt í miklum erfiðleikum fjárhagslega síðustu ár og ekki getað gert mikið á markaðnum, en Thelwell sér bjartari tíma framundan.

Eftir að David Moyes tók við sem stjóri liðsins hefur gengi þess batnað mikið. Liðið er í 16. sæti, en er nær efri hluta deildarinnar heldur en fallsvæðinu.


„Við erum að koma út úr göngum og við getum séð ljósið en við erum ekki alveg komnir út úr göngunum ennþá," segir Thelwell í viðtali á heimasíðu Everton.

„Tilfinningin er að við séum á nokkuð góðum stað og það gefur okkur gott tækifæri til að gera okkur gildandi á markaðnum og þróa lið sem getur farið aftur í að vinna titla, spila í Evrópu sem passar við heimsklassa leikvanginn sem við erum að flytja á."

Everton vann síðast titil árið 1995 þegar liðið vann bæði enska bikarinn og Samfélagsskjöldinn.

Síðasti Liverpool-slagurinn á Goodison Park fer fram á morgun þegar Liverpool kemur í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner