Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland kom Man City yfir þvert gegn gangi leiksins
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið yfir í stórleiknum gegn Real Madrid á Etihad en gestirnir byrjuðu leikinn mun betur.

Vinicius Junior slapp einn í gegn snemma leiks og hann féll inn á teignum í baráttunni við Ederson en engin vítaspyrna dæmd þar sem hann var rangstæður.

Stuttu síðar bjargaði Nathan Ake stórkostlega. Leikmenn Real Madrid komust framhjá Ederson en Ake var mættur og komst í veg fyrir skot frá Ferland Mendy.

Það var svo á tuttugustu mínútu sem Haaland skoraði. Jack Grealish átti laglega sendingu inn á teiginn og Josko Gvardiol kassaði boltann fyrir fætur Haaland sem skoraði.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner