Brest 0 - 3 Paris Saint Germain
0-1 Vitinha ('21 , víti)
0-2 Ousmane Dembele ('45 )
0-3 Ousmane Dembele ('66 )
0-1 Vitinha ('21 , víti)
0-2 Ousmane Dembele ('45 )
0-3 Ousmane Dembele ('66 )
PSG er í ansi góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Brest í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikurinn fór fram á heimavelli Brest en gestirnir voru með öll tök á leiknum. PSG fékk vítaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik þegar skot Ousmane Dembele fór í höndina á Pierre Lees-Melou á leið að markinu.
Vitinha steig á punktinn og skoraði að öryggi og kom liðinu yfir.
Dembele hefur verið hreint út sagt stórkostlegur á árinu en hann skoraði annað mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik. Hann hefur skorað fimmtán mörk í átta leikjum á árinu.
Seinni leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku.
Athugasemdir