Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Panathinaikos selur landsliðsmann rétt fyrir einvígið gegn Víkingi
Hefur skorað 12 mörk í 60 landsleikjum.
Hefur skorað 12 mörk í 60 landsleikjum.
Mynd: EPA
Gríska félagið Panathinaikos, sem mætir Víkingi í tvígang á næstu dögum, hefur selt slóvenska sóknarmanninn Andraz Sporar til tyrkneska félagsins Alanyaspor.

Panathinaikos mætir Víkingi á fimmtudag í Helsinki og svo viku síðar í Aþenu. Liðin eru að spila um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Sporar er þrítugur landsliðsmaður Slóveníu og hafði verið hjá gríska félaginu frá 2022 en hann kom frá Sporting í Portúgal en hann var á láni hjá enska félaginu Middlesbrough tímabiið 2021/22.

Sporar hefur mikið glímt við meiðsli á þessu tímabili og ekki verið í stóru hlutverki hjá Panathinaikos. Hann byrjaði fyrsta leik liðsins í Sambandsdeildinni og kom við sögu í fyrstu þremur.
Athugasemdir
banner
banner