Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttur hafnaði tilboði frá Fram
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir fagnar marki með Þrótti síðasta sumar.
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir fagnar marki með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram gerði á dögunum tilboð í Sigríði Theódóru Guðmundsdóttur en Þróttur hafnaði því. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Fram hefur lengti haft áhuga á þessum sóknarþenkjandi miðjumanni og ákvað að gera tilboð fyrir stuttu en því var hafnað fljótt.

Sigríður Theódóra, sem er fædd árið 2005, gekk í raðir Þróttar frá Val fyrir síðustu leiktíð. Hún spilaði 21 leik í Bestu deildinni síðasta sumar og skoraði þrjú mörk.

Hún á alls að baki 80 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim átta mörk.

Fram komst upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og leikur í Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner