Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Lyngby 
Alfreð á öflugri siglingu eftir „gríðarlega svekkjandi“ fjarveru
Icelandair
Alfreð í landsleik á Laugardalsvelli.
Alfreð í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn reynslumikli Alfreð Finnbogason verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM í Bosníu þann 23. mars.

Alfreð er kominn á gott skrið eftir meiðsli og skoraði sigurmark Íslendingaliðsins Lyngby gegn Bröndby á dögunum. Hann gekk í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins fyrir ári síðan og gerði eins árs samning.

„Þegar ég kom til félagsins hafði ég ekki átt almennilegt undirbúningstímabil, ég reyndi að koma mér í gott form á sama tíma og ég þurfti að standa mig. Það tókst en svo varð ég fyrir meiðslum og það var gríðarlega svekkjandi," segir Alfreð í viðtali á heimasíðu Lyngby.

„Ég hef sett mér ný markmið fyrir 2023 og þó ég telji mig geta bætt leik minn enn frekar er ég ánægður með það hvar ég er núna og hvernig mér og liðinu hefur gengið eftir áramót. Mér finnst ég á leið á mjög góðan stað og vonandi get ég haldið áfram að hjálpa liðinu."

Sigur sem gaf meira en þrjú stig
Þrátt fyrir sigurinn gegn Bröndby er staða Lyngby enn mjög erfið. Liðið er neðst og það er enn langur vegur upp í öruggt sæti.

„Sigurinn gegn Bröndby gaf okkur ekki bara þrjú stig heldur einnig þá trú að við getum unnið alla í þessari deild, ef við hittum á réttan dag. Þetta var öflug frammistaða frá öllu liðinu og fólkinu í kringum það. Við þurfum að sýna samskonar frammistöðu á morgun (gegn Midtjylland) ef við viljum taka sigur," segir Alfreð.

„Eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að skilja allt eftir á vellinum ef við ætlum að vinna."

Líklegt er að Alfreð leiði sóknarlínu Íslands í leiknum gegn Bosníu sem hann segir réttilega að sé afskaplega mikilvægur. Alfreð er 34 ára og hefur skorað 15 mörk í 63 landsleikjum fyrir Ísland.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner