Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. mars 2023 12:00
Aksentije Milisic
Mourinho í tveggja leikja bann - Svaraði með lúmskri færslu á Instagram
Mourinho og Serra að rífast.
Mourinho og Serra að rífast.
Mynd: EPA

Jose Mourinho, stjóri AS Roma, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og því er ljóst að hann mun missa af grannaslagnum gegn Lazio í þarnæstu umferð.


Portúgalinn geðþekki fékk rautt spjald þegar Roma tapaði gegn Cremonese á dögunum en hann reifst við Marco Serra, fjórða dómara leiksins. Mourinho sakaði Serra um að hafa móðgað sig.

„Ég er tilfinningavera en ekki klikkaður. Til að bregðast við eins og ég gerði varð eitthvað að hafa komið uppá. Ég þarf að sjá hvort ég geti farið í mál. Piccinini gaf mér rautt spjald því að fjórði dómarinn áttaði sig ekki á því hvað hann hafði sagt við mig," sagði Mourinho eftir leikinn.

„Ég vil vita hvort það sé til upptaka, ég vil ekki fara út í það að Serra (fjórði dómarinn) sé frá Turin og við hefðum verið að spila á móti Juventus á sunnudaginn," sagði Mourinho en hann fékk að vera á bekknum á móti Juventus í leik sem Roma vann 1-0.

Nú er hins vegar ljóst að Mourinho mun fara í bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni á morgun gegn Sassuolo né gegn Lazio í erkifjendaslag.

Mourinho setti inn færslu á Instagram þar sem hann er að auglýsa skartgripi dóttur hans en þar leggur hann hendur sínar saman eins og verið sé að handtaka hann.

Þetta látbragð hans varð frægt þegar hann var þjálfari Inter fyrir meira en áratugi síðan. Tveir leikmenn hans voru þá reknir af velli og hann sýndi þá sjálfan sig fyrir framan myndavélarnar eins og hann væri handjárnaður.




Athugasemdir
banner
banner
banner