Það kom ansi skrautlegt mark í pólsku úrvalsdeildinni í leik Motor Lublin og Legia Varsjá.
Gestirnir frá Legia fengu mark á algjöru silfurfati strax á elleftu mínútu leiksins. Kacper Rosa kastaði þá boltanum frá sér og Marc Gual skoraði í autt markið.
Rosa sagði frá því eftir leikinn að hann hefði heyrt flaut og haldið að dæmd hefði verið rangstaðan. Flautið kom hinsvegar úr stúkunni en ekki frá dómaranum.
Þetta sprellimark má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að leikurinn endaði 3-3.
Gestirnir frá Legia fengu mark á algjöru silfurfati strax á elleftu mínútu leiksins. Kacper Rosa kastaði þá boltanum frá sér og Marc Gual skoraði í autt markið.
Rosa sagði frá því eftir leikinn að hann hefði heyrt flaut og haldið að dæmd hefði verið rangstaðan. Flautið kom hinsvegar úr stúkunni en ekki frá dómaranum.
Þetta sprellimark má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að leikurinn endaði 3-3.
— OOC Legia - Media (@oocLegiaMedia) March 10, 2025
Athugasemdir