Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 14:31
Elvar Geir Magnússon
Afar skrautlegt mark í pólsku deildinni
Mynd: EPA
Það kom ansi skrautlegt mark í pólsku úrvalsdeildinni í leik Motor Lublin og Legia Varsjá.

Gestirnir frá Legia fengu mark á algjöru silfurfati strax á elleftu mínútu leiksins. Kacper Rosa kastaði þá boltanum frá sér og Marc Gual skoraði í autt markið.

Rosa sagði frá því eftir leikinn að hann hefði heyrt flaut og haldið að dæmd hefði verið rangstaðan. Flautið kom hinsvegar úr stúkunni en ekki frá dómaranum.

Þetta sprellimark má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að leikurinn endaði 3-3.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner