Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu stórglæsilegar aukaspyrnur 55 ára Rúnars Kristins - Bæði með hægri og vinstri
Ein gömul og góð af Rúnari, frá 2006. Hann var á þeim tíma leikmaður Lokeren í Belgíu.
Ein gömul og góð af Rúnari, frá 2006. Hann var á þeim tíma leikmaður Lokeren í Belgíu.
Mynd: Kristján Bernburg
Fram birti á samfélagsmiðlum sínum í gær myndband af þjálfara liðsins, Rúnari Kristinssyni, taka aukaspyrnur. Liðið er sem stendur í æfingaferð á Spáni og undirbýr sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni.

Rúnar skoraði úr tveimur aukaspyrnum eins og sjá má hér að neðan og það sem merkilegra er að þá skoraði hann bæði með hægri og vinstri fæti. Glæsilegar spyrnur!

Rúnar er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður og var lengi vel leikjahæsti landsliðsmaður Íslands. Rúnar er 55 ára, fæddur 1969.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Athugasemdir
banner
banner
banner