Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. apríl 2021 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögurra hesta kapphlaup í Frakklandi
Mbappe skoraði og lagði upp um helgina.
Mbappe skoraði og lagði upp um helgina.
Mynd: Getty Images
Það eru fjögur lið að berjast um meistaratitilinn í Frakklandi þegar sex umferðir eru eftir í deildinni.

Það var spilað í deildinni á föstudag, í gær og í dag.

Lille er á toppnum með þriggja stiga forskot eftir útisigur á Metz á föstudaginn. Tyrkirnir Burak Yilmaz og Mehmet Zeki Celik gerðu mörk Lille í þeim leik.

Paris Saint-Germain er í öðru sæti. Kylian Mbappe skoraði og lagði upp í sigri liðsins gegn Strasbourg á útivelli í gær, 1-4.

Mónakó og Lyon, liðin í þriðja og fjórða sæti, unnu einnig um helgina. Mónakó vann 3-0 sigur á Dijon í kvöld og Lyon vann með sömu markatölu gegn Angers. Þar skoraði Hollendingurinn Memphis Depay tvennu.

Þetta verður spennandi barátta á næstu vikum. Það munar fimm stigum á Lyon í fjórða sæti og Lille í efsta sæti.

PSG hefur unnið sjö af síðustu átta deildartitlum. Mónakó vann 2016-17 tímabilið og Lille 2010-11 tímabilið. Lyon varð síðast meistari 2007-08 tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner