Í morgunsárið var tilkynnt að Mohamed Salah hefði skrifað undir nýjan samning við Liverpool til 2027.
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir þennan samning sýna metnað félagsins og eigenda þess.
Þá ýjar hann að því að þetta muni hjálpa Liverpool á leikmannamarkaðnum í sumar.
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir þennan samning sýna metnað félagsins og eigenda þess.
Þá ýjar hann að því að þetta muni hjálpa Liverpool á leikmannamarkaðnum í sumar.
„Ef ég reyni að setja mig í skó leikmanns sem við viljum fá til okkar þá er gott að geta sagt honum að Mo hafi framlengt samningi sínum. Við höldum gæðaleikmanni sem hefur skorað svo mörg mörk fyrir okkur sjö eða átta ár í röð," segir Slot.
„Fótbolti er leikur sem er að mestu dæmdur á fjölda marka sem við skorum og fjölda marka sem við fáum ekki á okkur."
„Hann framlengir því hann trúir að hann geti unnið fleiri bikara með okkur. Hann hefur alltaf verið dæmdur sem leikmaður og það er eðlilegt. En ég horfi líka til mannlegra kosta hans. Einn hans helsti kostur er andlegur styrkur."
??? pic.twitter.com/F4jCE5sNuy
— Liverpool FC (@LFC) April 11, 2025
Athugasemdir