Tilkynnt var snemma í morgun að Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til sumarsins 2027.
Hann fær 375 þúsund pund í vikulaun eða mæstum 20 milljónir punda á ári. Góð laun er þó ekki eina ástæðan fyrir því að Salah framlengdi.
Daily Mail fjallar um að fjölskylda hans líki vel við lífið í Liverpool. Eiginkona Salah heitir Magi og saman eiga þau dæturnar Makka, tíu ára, og Kayan, fimm ára.
Hann fær 375 þúsund pund í vikulaun eða mæstum 20 milljónir punda á ári. Góð laun er þó ekki eina ástæðan fyrir því að Salah framlengdi.
Daily Mail fjallar um að fjölskylda hans líki vel við lífið í Liverpool. Eiginkona Salah heitir Magi og saman eiga þau dæturnar Makka, tíu ára, og Kayan, fimm ára.
„Þær eru virkilega ánægðar. Hér eigum við heima og allir á heimilinu eru svo ánægðir með að við verðum áfram næstu tvö árin. Makka var ánægðust held ég, hún vildi ekki fara því vinir hennar eru hérna og skólinn. Það var mikil gleði þegar ég skrifaði undir," segir Salah.
„Ég nýt lífsins hérna, ég nýt fótboltans. Fjölskylda mín er með mér og við njótum hverrar stundar í þessari borg og hverrar stundar hjá félaginu."
Athugasemdir