Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 11. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona vill senda Pjanic aftur til Juventus
Miralem Pjanic hefur ekki staðið sig vel á Spáni
Miralem Pjanic hefur ekki staðið sig vel á Spáni
Mynd: Getty Images
Barcelona og Juventus hafa rætt saman um að skipta á Miralem Pjanic og Rodrigo Bentancur en spænski fréttamaðurinn Gerard Romero greinir frá þessu.

Félögin skiptust á leikmönnum fyrir tímabilið en Arthur fór til Juventus á meðan Pjanic fór yfir til Barcelona.

Pjanic hefur ekki spilað vel með Börsungum og aðeins spilað 17 deildarleiki en Barcelona vill senda hann aftur til ítalska liðsins.

Samkvæmt Romero þá hafa Barcelona og Juventus rætt um að skiptast á Pjanic og úrúgvæska miðjumanninum Rodrigo Bentancur.

Bentancur hefur spilað 31 deildarleik með Juventus og lagt upp fjögur mörk.

Félögin koma til með að ræða betur um skiptin eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner