þri 11. maí 2021 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Feykir 
Sylvía Birgis í Tindastól (Staðfest)
Mynd: Tindastóll
Í gær gekk Sylvía Birgisdóttir í raðir Tindastóls á láni frá Stjörnunni út keppnistímabilið. Leikmannaglugginn lokar annað kvöld og er unnið að því styrkja leikmannahóp Tindastóls enn frekar

„Sylvía kemur með aukna breidd og mikil gæði inn í okkar hóp. Hún er hröð, áræðin og sterk. Við erum mjög ánægðir að fá Sylvíu til okkar. Hún er metnaðarfullur leikmaður sem styrkir okkur innan sem utan vallar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum Tindastóls.

Óskar þjálfaði Sylvíu hjá 2. flokki Stjörnunnar síðasta sumar. Sylvía var varafyrirliði liðs 2. flokks.

Í frétt Feykis kemur fram að Hallgerður Kristjánsdóttir bætist við í hópinn hjá Tindastóli nú í vikunni. Tindastóll átti að spila í kvöld gegn Fylki en þeim leik var frestað vegna covid smita á Króknum.

Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner