Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. maí 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City gerir grín að Man Utd
Haaland verður leikmaður Man City í sumar.
Haaland verður leikmaður Man City í sumar.
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá því gær, þá er Manchester City búið að kaupa norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Haaland er 21 árs og fer til City í sumar en félagið nýtti sér riftunarákvæði í samningi hans. Núna er talað um það að City sé aðeins að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Haaland hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum fyrir Dortmund síðan hann kom frá Red Bull Salzburg í janúar 2020.

Það er ekki annað hægt að segja en að þetta séu mjög góð kaup; því trúir allavega starfsfólk Man City. ESPN segir frá því að starfsfólk City trúi því að Haaland sé 200 milljón evra virði að minnsta kosti. Riftunarákvæðið sem hann setti í samning sinn hjá Dortmund gerði það hins vegar að verkum að hann var fáanlegur á ansi góðu verði.

ESPN fjallar jafnframt um það að það sé mikil gleði með að félagið sé að fá Haaland og það sé núna grínast með það innan veggja Man City að nágrannarnir í Manchester United hafi borgað meira fyrir brasilíska miðjumanninn Fred árið 2018. Fred kostaði 52 milljónir punda sem er núna sagt vera meira en grunnverðið fyrir Haaland. Fred hefur heilt yfir ekki verið sérstaklega góður fyrir Man Utd á tíma sínum þar.

Spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona töluðu einnig við Haaland en hann ákvað að ganga í raðir Man City.
Athugasemdir
banner
banner