Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 11. júní 2022 00:17
Gunnar Bjartur Huginsson
Ási Arnars: Mun betra liðið í fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð. Mér fannst við mun betra liðið í fyrri hálfleik, fyrir utan kannski fyrstu mínúturnar. Við byrjuðum pínu 'sloppy' en náðum fljótlega tökum á leiknum og fannst aldrei spurning eftir það, í rauninni. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en þær eiga svo upphlaup og fá úr því víti, þannig að við hleypum þeim svolítið inn í leikinn," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks eftir 3-1 sigur gegn Þrótti R. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Maður er aldrei rólegur, þegar það er eins marks forysta, þannig að þær voru bara að standa sig vel, Þróttararnir, þannig að auðvitað hafði ég áhyggjur á þeim tíma og það mátti ekkert út á bera. Þær eru klókar og þær eru mjög öflugar fram á við."

Ásmundur Arnarson, þjálfari Blika var sáttur eftir 3-1 heimasigur gegn sterku liði Þróttar. Hann sagði liðið sitt hafa öll tök á fyrri hálfleiknum en sagði Þróttaraliðið virkilega gott. Með sigrinum er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. 

Það er bara alltaf erfitt að spila á móti liði eins og Þrótti. Þróttur er bara gott lið, vel skipulagt hjá Nik og eins og ég sagði áðan, gríðarlega hættulegar fram á við, þannig að það verður hörkuleikur, mjög erfiður leikur og við þurfum að nýta tímann núna milli leikjana eins vel og við getum til þess að safna kröftum og púsla saman öflugu liði, því að við viljum, auðvitað fylgja þessu eftir.


Athugasemdir
banner
banner