Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 11. júní 2022 00:17
Gunnar Bjartur Huginsson
Ási Arnars: Mun betra liðið í fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð. Mér fannst við mun betra liðið í fyrri hálfleik, fyrir utan kannski fyrstu mínúturnar. Við byrjuðum pínu 'sloppy' en náðum fljótlega tökum á leiknum og fannst aldrei spurning eftir það, í rauninni. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en þær eiga svo upphlaup og fá úr því víti, þannig að við hleypum þeim svolítið inn í leikinn," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks eftir 3-1 sigur gegn Þrótti R. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Maður er aldrei rólegur, þegar það er eins marks forysta, þannig að þær voru bara að standa sig vel, Þróttararnir, þannig að auðvitað hafði ég áhyggjur á þeim tíma og það mátti ekkert út á bera. Þær eru klókar og þær eru mjög öflugar fram á við."

Ásmundur Arnarson, þjálfari Blika var sáttur eftir 3-1 heimasigur gegn sterku liði Þróttar. Hann sagði liðið sitt hafa öll tök á fyrri hálfleiknum en sagði Þróttaraliðið virkilega gott. Með sigrinum er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. 

Það er bara alltaf erfitt að spila á móti liði eins og Þrótti. Þróttur er bara gott lið, vel skipulagt hjá Nik og eins og ég sagði áðan, gríðarlega hættulegar fram á við, þannig að það verður hörkuleikur, mjög erfiður leikur og við þurfum að nýta tímann núna milli leikjana eins vel og við getum til þess að safna kröftum og púsla saman öflugu liði, því að við viljum, auðvitað fylgja þessu eftir.


Athugasemdir
banner
banner