Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 11. júní 2022 00:17
Gunnar Bjartur Huginsson
Ási Arnars: Mun betra liðið í fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð. Mér fannst við mun betra liðið í fyrri hálfleik, fyrir utan kannski fyrstu mínúturnar. Við byrjuðum pínu 'sloppy' en náðum fljótlega tökum á leiknum og fannst aldrei spurning eftir það, í rauninni. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en þær eiga svo upphlaup og fá úr því víti, þannig að við hleypum þeim svolítið inn í leikinn," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks eftir 3-1 sigur gegn Þrótti R. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Maður er aldrei rólegur, þegar það er eins marks forysta, þannig að þær voru bara að standa sig vel, Þróttararnir, þannig að auðvitað hafði ég áhyggjur á þeim tíma og það mátti ekkert út á bera. Þær eru klókar og þær eru mjög öflugar fram á við."

Ásmundur Arnarson, þjálfari Blika var sáttur eftir 3-1 heimasigur gegn sterku liði Þróttar. Hann sagði liðið sitt hafa öll tök á fyrri hálfleiknum en sagði Þróttaraliðið virkilega gott. Með sigrinum er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. 

Það er bara alltaf erfitt að spila á móti liði eins og Þrótti. Þróttur er bara gott lið, vel skipulagt hjá Nik og eins og ég sagði áðan, gríðarlega hættulegar fram á við, þannig að það verður hörkuleikur, mjög erfiður leikur og við þurfum að nýta tímann núna milli leikjana eins vel og við getum til þess að safna kröftum og púsla saman öflugu liði, því að við viljum, auðvitað fylgja þessu eftir.


Athugasemdir
banner