„Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð. Mér fannst við mun betra liðið í fyrri hálfleik, fyrir utan kannski fyrstu mínúturnar. Við byrjuðum pínu 'sloppy' en náðum fljótlega tökum á leiknum og fannst aldrei spurning eftir það, í rauninni. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en þær eiga svo upphlaup og fá úr því víti, þannig að við hleypum þeim svolítið inn í leikinn," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks eftir 3-1 sigur gegn Þrótti R.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
„Maður er aldrei rólegur, þegar það er eins marks forysta, þannig að þær voru bara að standa sig vel, Þróttararnir, þannig að auðvitað hafði ég áhyggjur á þeim tíma og það mátti ekkert út á bera. Þær eru klókar og þær eru mjög öflugar fram á við."
Ásmundur Arnarson, þjálfari Blika var sáttur eftir 3-1 heimasigur gegn sterku liði Þróttar. Hann sagði liðið sitt hafa öll tök á fyrri hálfleiknum en sagði Þróttaraliðið virkilega gott. Með sigrinum er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.
„Það er bara alltaf erfitt að spila á móti liði eins og Þrótti. Þróttur er bara gott lið, vel skipulagt hjá Nik og eins og ég sagði áðan, gríðarlega hættulegar fram á við, þannig að það verður hörkuleikur, mjög erfiður leikur og við þurfum að nýta tímann núna milli leikjana eins vel og við getum til þess að safna kröftum og púsla saman öflugu liði, því að við viljum, auðvitað fylgja þessu eftir.