lau 11. júlí 2020 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Ég lærði mikið í dag
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var vonsvikinn með 3-0 tapið gegn Sheffield United í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

David McGoldrick skoraði tvö og Oli McBurnie eitt í öruggum sigri Sheffield.

Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en nú á Manchester United og Leicester bæði möguleika á að komast yfir Chelsea í deildini.

„Þeir voru einfaldlega betri en við, bæði líkamlega og andlega. Þeir voru sterkari en við og maður finnur og heyrir öll læti á vellinum og eina sem ég heyrði var frá Sheffield United," sagði Lampard.

„Þetta er gott lið og ef þú kemur hingað og spilar svona þá mun nákvæmlega þetta gerast. Við vorum í svipuðu standi og þeir en við vorum samt of hægir og vængmennirnir komust ekki inn í leikinn. Við reyndum að stjórna leiknum, sem við gerðum en við náðum ekki að ógna."

„Þegar staðan er orðin 2-0 þá ertu að gera sjálfum þér erfitt fyrir og þetta voru bara vonbrigði. Það voru mistök en þetta er það sem maður fer yfir allt tímabilið og svo horfum við fram á veginn."

„Við þurfum að komast yfir þennan leik og berjast um Meistaradeildarsæti. Ég lærði mikið og mun ekki gleyma þessari reynslu. Ég hef engar áhyggjur af því að enda í fjórum efstu sætunum. Eina sem ég get gert er að sitja og horfa á leikina og íhuga hvað við viljum gera. Ég hef aðallega áhyggjur af frammistöðuna í dag en við munum sjá hvar við erum þegar við mætum Norwich. Eina sem ég veit er að við getum ekki nálgast þá, Manchester United eða Wolves eins og við gerðum í dag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner