lau 11. júlí 2020 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Minnist þess þegar hann þurfti að sauma getnaðarlim Gerrard saman
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Andrew Massey, fyrrum læknir hjá Liverpool, er í viðtali við The Scottish Sun þar sem hann minnist þess þegar hann þurfti að sauma getnaðarlim Steven Gerrard saman í bikarleik gegn Bournemouth.

Gerrard fór aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu inn í búningsklefa.

„Ég leit niður og sá blóð út um allt. Ég hugsaði til þess sem ég lærði í læknisfræðinni en aldrei var manni kennt hvernig á að sauma getnaðarlim saman," segir Massey.

„Ég hugsaði með mér, 'ég vil ekki að fyrsti limurinn sem ég sauma tilheyri Steven Gerrard' - en það var þannig."

Í nýlegri bók um feril sinn minntist Gerrard, sem er í dag stjóri Rangers í Skotlandi, atviksins. „Ég vonaði að ég væri ekki að kveðja gamlan vin. Ég sá að Massey leið ekki vel með þetta. Hann stóð sig vel," sagði Gerrard í bók sinni en hann sagði jafnframt að liðsfélögunum hefði fundist þetta ofboðslega fyndið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner