Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. júlí 2021 09:00
Victor Pálsson
Mpenza telur Lukaku geta tekið við af Lewandowski
Mynd: EPA
Romelu Lukaku getur orðið arftaki Robert Lewandowski hjá Bayern Munchen að sögn fyrrum landsliðsmanns Belga, Emile Mpenza.

Lukaku gæti verið að kveðja Inter Milan bráðlega en félagið er í peningavandræðum og missti stjóra sinn Antonio Conte eftir tímabilið.

Robert Lewandowski er aðalmaðurinn í sókn Bayern en hver veit hvað hann á mikið eftir hjá þýska félaginu. Pólverjinn er 32 ára gamall og hefur leikið með Bayern frá árinu 2014.

„Ég held að hann geti komið til greina fyrir Bayern. Ég hef hugsað mikið um hans næsta skref," sagði Mpenza.

„Þú verður að sætta þig við hans leikstíl, hann er ekki í góðum höndum hjá öllum stórliðunum."

„Hjá Barcelona til dæmis myndi hann spila leikkerfi sem hentar honum ekki. Það myndi virka hjá Bayern því þar spilar liðið fyrir hann. Alveg eins og með Lewandowski."
Athugasemdir
banner
banner
banner