Endrick, framherji Real Madrid, verður frá næstu vikurnar eftir að það kom bakslag í meiðsli sem hann hefur verið að díla við undanfarna mánuði.
Endrick meiddist aftan í læri í síðasta leiknum á síðustu leiktíð gegn Sevilla sem varð til þess að hann missti af HM félagsliða.
Endrick meiddist aftan í læri í síðasta leiknum á síðustu leiktíð gegn Sevilla sem varð til þess að hann missti af HM félagsliða.
Þessi 18 ára gamli brasilíski framherji var mættur til Bandaríkjanna á dögunum og tók þátt á æfingu liðsins en þá kom babb í bátinn og það er ljóst að hann verður lengur frá.
Einhverjar sögusagnir hafa verið um að hann sé á förum frá félaginu en hann er staðráðinn í að sanna sig. Hann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en var ekki í stóru hlutverki á síðustu leiktíð.
Athugasemdir