Heimild: 433

Dagný Brynjarsdóttir var mjög svekkt eftir tap Íslands gegn Noregi í lokaleik liðsins á EM í Sviss í gær.
Dagný byrjaði á bekknum en kom inn á þegar rúmur hálftími var til loka venjulegs leiktíma. Hún sagði í samtali við 433.is að hún hafi verið svekkt yfir ákvörðun Þorsteins Halldórssonar, landsliðsþjálfara, að byrja með sig á bekknum.
Dagný byrjaði á bekknum en kom inn á þegar rúmur hálftími var til loka venjulegs leiktíma. Hún sagði í samtali við 433.is að hún hafi verið svekkt yfir ákvörðun Þorsteins Halldórssonar, landsliðsþjálfara, að byrja með sig á bekknum.
„Ég var svekkt að byrja ekki, mér fannst ég spila vel en Steini hefur ekki leyft mér að tengja tvo leiki síðan ég kom aftur í landsliðið svo ég reiknaði ekki með því. Kannski ef ég hefði skorað þrennu hefði ég fengið að byrja," sagði Dagný.
Dagný spilaði um hálftíma gegn Finnlandi í 1. umferð og síðan allan leikinn gegn Sviss í 2. umferð.
„Mér finnst ég hafa spilað vel þær mínútur sem ég hef spilað frá því ég kom aftur inn í febrúar, en það hefur ekki skilað því að ég hafi fengið að byrja aftur (tvo leiki í röð). Þannig, því miður, reiknaði ég ekki með því að byrja þrátt fyrir góða frammistöðu á móti Sviss."
Hún var spurð að því hvort upplifunin væri þannig að hún gæti ekki gert nóg til að fá að byrja tvo leiki í röð.
„Já ég upplifi það alveg svolítið sko."
Athugasemdir