Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fös 11. júlí 2025 00:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Icelandair
EM KVK 2025
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gaman að koma inn á. Mér fannst vera kraftur í okkur í lokin. Við lögðum allt í sölurnar til að jafna," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.

Hlín kom inn á sem varamaður seint í leiknum og hafði mikil áhrif. Hún skoraði og fiskaði vítaspyrnu.

Hún var ekki sátt við það að vera á bekknu í síðustu tveimur leikjum Íslands á mótinu.

„Já, ég er mjög svekkt með það. Við erum með góðan hóp. Það eru aðrir leikmenn sem áttu líka skilið að spila. En að sjálfsögðu vil ég alltaf spila og mér fannst það svekkjandi," sagði Hlín.

„Ég hef fengið einhverja endurgjöf frá þjálfarateyminu sem er mjög gott. Ég er ekkert alltof mikið að einbeita mér að því, ég einbeiti mér bara að því að vera klár þegar kallið kemur. Það kom í dag í lokin og mér fannst ég taka sénsinn."

Vonbrigðin eru mikil að falla úr leik á mótinu með núll stig. „Það er mjög svekkjandi. Það voru erfiðir fyrstu klukkutímarnir eftir leikinn gegn Sviss. Svo þurftum við að gíra okkur í þennan leik en Noregur er með gott lið og þær voru betri en við í dag."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner