Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rúnar Kristins: Verið ekki að koma heim, reynið að vera úti eins lengi og þið getið
Rúnar Kristinsson lék erlendis sem atvinnumaður í rúman áratug.
Rúnar Kristinsson lék erlendis sem atvinnumaður í rúman áratug.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði samdi við Selfoss.
Jón Daði samdi við Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ægir Jarl og hjólið hans verða áfram úti í Köben.
Ægir Jarl og hjólið hans verða áfram úti í Köben.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætast Vestri og Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Kerecis vellinum á Ísafirði og hefst klukkan 14:00.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, í aðdraganda leiksins. Lengra viðtal við hann verður birt í kvöld en í þessum hluta var hann spurður út í leikmenn sem voru orðaðir við Fram á dögunum en koma ekki til félagsins.

Það eru þeir Jón Daði Böðvarsson og Ægir Jarl Jónasson. Jón Daði samdi við Selfoss eftir 13 ára atvinnumannaferil og Ægir verður áfram hjá AB í Danmörku, en hann lék undir stjórn Rúnars hjá KR á árunum 2019-23.

„Við vorum ekkert mjög nálægt því að fá þá, vildum bara sjá hvort við hefðum einhver tækifæri til að bjóða þessum leikmönnum framtíð í Fram. Við náðum á Ægi í smá spjall, en náðum ekki á Jóni Daða. Þetta fór aldrei neitt lengra, þeirra hugur á öðrum stöðum sem er bara gott. Ég vona að þeir standi sig þar sem þeir eru," segir Rúnar sem lét Ægi vita að ef hann hefði áhuga á að koma heim til Íslands þá vildi hann bjóða honum upp á möguleikann að fara í Fram.

„Mér finnst Jón Daði ótrúlega flottur og virði hans ákvörðun ótrúlega mikið, hann er búinn að vera mikill og flottur leikmaður í gegnum tíðina fyrir landsliðið og þar sem hann hefur verið erlendis."

„Ég þekki Ægi mjög vel. Við þá stráka sem eru úti segi ég: verið ekki að koma heim, reynið að vera úti eins lengi og þið getið, því það eru oft stærri tækifæri þar og meiri möguleikar á að ná lengra þar en með því að koma til baka til Íslands. Það er erfitt að fara út aftur þegar þú gefst upp og kemur heim og sérð eitthvað annað hyllingum."


Ekkert á döfinni
Ef enginn fer út frá ykkur í Fram í glugganum, kemur þá einhver inn?

„Eins og staðan er í dag er ekkert í pípunum, við erum alltaf að skoða, alltaf að fylgjast með og kannski reyna að þreifa á einhverju. Eins og staðan er núna þá þarf að hafa sambönd við félögin fyrst, leikmenn samningsbundnir, við höfum ekki mikið verið að teygja okkur í einhverja leikmenn. Ef þessi leikmannahópur helst nokkuð heill áfram, þá erum við alveg sáttir við að klára tímabilið með hann," segir Rúnar.
Athugasemdir
banner