fös 11. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu Gunna Birgis lýsa jöfnunarmarkinu af innlifun - „Þetta er svo þungt"
Kvenaboltinn
EM KVK 2025
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland lék sinn síðasta leik á EM í Sviss í gær þegar liðið tapaði gegn Noregi.

Noregur var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum fyrir leikinn en Sviss og Finnland mættust í hinum leiknum í riðlinum og börðust um að fylgja norska liðinu áfram.

Finnland komst yfir með marki úr vítaspyrnu þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Það stefndi í finnskan sigur en Riola Xhemaili skoraði dramatískt jöfnunarmark í uppbótatíma sem varð til þess að Sviss fór áfram.

Gunnar Birgisson lýsti leiknum á Rúv og hann lýsti jöfnunarmarkið af mikilli innlifun eins og sjá má hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner