
Ísland lék sinn síðasta leik á EM í Sviss í gær þegar liðið tapaði gegn Noregi.
Noregur var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum fyrir leikinn en Sviss og Finnland mættust í hinum leiknum í riðlinum og börðust um að fylgja norska liðinu áfram.
Noregur var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum fyrir leikinn en Sviss og Finnland mættust í hinum leiknum í riðlinum og börðust um að fylgja norska liðinu áfram.
Finnland komst yfir með marki úr vítaspyrnu þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Það stefndi í finnskan sigur en Riola Xhemaili skoraði dramatískt jöfnunarmark í uppbótatíma sem varð til þess að Sviss fór áfram.
Gunnar Birgisson lýsti leiknum á Rúv og hann lýsti jöfnunarmarkið af mikilli innlifun eins og sjá má hér fyrir neðan.
Gunni Birgis tryllist! @grjotze Sigurmark í beinni „Þið vilduð dramatík, þið fenguð dramatík!“????? pic.twitter.com/TVOH9943kQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025
Athugasemdir