
„Erfiður leikur eins og við var búast. Haukarnir mættu mjög vel inn í þennan leik og við áttum ekki okkar besta dag. Mjög gott að vera kominn áfram.'' segir Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkirs, eftir erfiðan 2-1 sigur gegn Haukum í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 Haukar
„Margt sem við gátum gert betur, svekkjandi að fá á sig mark og fengum ágætis færi. Ekki okkar besti leikur, en bara dæmigerður bikarleikur þar sem neðri deildar liðið mætir á útivöll og tilbúinn í að leggja allt í sölurnar.''
„Leikplanið var að vera mjög aggressívir í pressunni og gefa þeim lítinn tíma til að spila boltanum út í vörnina, því við sjáum að þeir eru ágætir í því. Leikplanið gekk ekki alveg vel upp.''
Spurt var Atla um hvernig honum finnst tímabil Fylkis væri búið að ganga í ár.
„Tímabilið er ekki búið að vera alveg nógu gott. Allt of lítið af sigur leikjum, mikið af jafnteflis leikjum og við erum auðvitað bara í fall baráttu í Pepsí deildinni og maður er aldrei ánægður með það.''
Hægt er að sjá allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir