Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 11. ágúst 2022 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Samúel og Patrik í úrslit þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking og lék Samúel Kári Friðjónsson allan leikinn á miðjunni í 1-0 tapi gegn Sligo Rovers á Írlandi. Patrik varði víti í leiknum.


Tapið kemur ekki að sök þar sem Viking rústaði fyrri leiknum 5-1 á heimavelli og er búið að tryggja sig í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Samúel Kári skoraði í stórsigrinum á heimavelli.

Þar mætir Viking rúmenska stórliðinu Steaua Bucharest og verður sú rimma afar spennandi.

Sligo Rovers 1 - 0 Viking (2-5 samanlagt)
1-0 William Fitzgerald ('44)

Bröndby er þá dottið úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Basel en AIK og Molde eru komin áfram. AIK lagði Shkendija (Makedónía) í vítaspyrnukeppni á meðan Molde tapaði fyrir Kisvarda (Ungverjaland) en komst áfram þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde.

Færeyska félagið Klaksvík er úr leik eftir vítaspyrnukeppni á heimavelli gegn FC Ballkani frá Kósovó. Klaksvík vann heimaleikinn 2-1 en hafði tapað fyrri leiknum á útivelli.

AZ Alkmaar, Anderlecht og Young Boys eru þá meðal liða sem unnu sína leiki og var sigur AZ sérstaklega tilkomumikill. Hollendingarnir höfðu tapað fyrri leiknum gegn Dundee United 1-0 í Skotlandi en gerðu sér lítið fyrir í kvöld og skoruðu sjö mörk til að snúa stöðunni við.

Basel 2 - 1 Bröndby (3-3 samanlagt)
3-1 í vítaspyrnukeppni

Shkendija 1 - 1 AIK (2-2 samanlagt)
2-3 í vítaspyrnukeppni

KlaksvÍk 2 - 1 FC Ballkani (4-4 samanlagt)
3-4 í vítaspyrnukeppni

Kisvarda 2 - 1 Molde (2-4 samanlagt)

AZ Alkmaar 7 - 0 Dundee Utd (7-1 samanlagt)

Anderlecht 3 - 0 Paide (5-0 samanlagt)

Young Boys 3 - 0 KuPS (5-0 samanlagt)


Athugasemdir
banner