Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   mán 11. ágúst 2025 11:10
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 16. umferðar - Þrenna í endurkomusigri
Lengjudeildin
Adam Árni Róbertsson er leikmaður umferðarinnar.
Adam Árni Róbertsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Liam Daði skoraði tvö mörk á Húsavík.
Liam Daði skoraði tvö mörk á Húsavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.
Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík vann Selfoss 2-1 í 16. umferð Lengjudeildarinnar og tók þar með toppsætið af ÍR sem gerði á sama tíma 3-3 jafntefli gegn Fjölni.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu af miklu harðfylgi þegar Grindavík vann 3-2 sigur gegn Leikni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Leikmaður sem kom í Grindavík þegar náttúruhamfarirnar voru að byrja og hann hefur gengið í gegnum ýmislegt með liðinu, en sá er öflugur og frábær leiðtogi fyrir þetta Grindavíkur. Er orðaður við félög í Bestu deildinni en líður vel í gula búningnum.



Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Grindvíkingum en auk Adams fær Ingi Þór Sigurðsson sæti í liði umferðarinnar en hann lagði upp sigurmarkið með stórkostlegri sendingu.

Dominik Radic klúðraði víti og skoraði bæði mörk Njarðvíkur gegn Selfossi. Sigurjón Már Markússon er einnig í úrvalsliðinu.

Kristófer Dagur Arnarsson í Fjölni var valinn maður leiksins í 3-3 jafnteflinu gegn ÍR og Einar Örn Harðarson kom næstur á blaði.

Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar í Þór eru á mikilli siglingu og unnu 2-1 útisigur gegn Fylki. Aron Birkir Stefánsson var góður í markinu og þá heldur hinn 16 ára gamli Einar Freyr Halldórsson áfram að láta ljós sitt skína en hann skoraði sigurmarkið með öflugu skoti.

Karl Ágúst Karlsson var maður leiksins þegar HK vann Keflavík 3-0. Hann skoraði ótrúlegt mark þar sem hann lék á hálft lið Keflvíkinga og þrumaði boltanum í þaknetið.

Liam Daði Jeffs skoraði bæði mörk Þróttar í 2-2 jafntefli gegn Völsungi. Gunnar Kjartan Torfason var frábær í vörn Völsungs í dag og lagði upp fyrra mark heimamanna.

Fyrri úrvalslið:
Hrafn Tómasson - Þróttur
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner