
Óskar Rúnarsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, mætti í viðtal eftir að hans lið hafði unnið 3-0 gegn KR á heimavelli.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 0 KR
„Ég hélt við ætluðum aldrei að skora en þegar það gerist þá kemst ró á okkar leik og eftir það gengur okkur betur að klára færin," sagði Óskar.
ÍBV gekk erfiðlega að skora gegn þéttum KR-ingum en Abigail Cottam braut ísinn á 61. mínútu og átti ÍBV eftir að bæta við tveimur mörkum áður en leiknum lauk.
„Ég veit ekki hvað við sköpuðum okkur mörg færi, við hefðum getað komist í 3-0 eftir 10 mínútur" sagði Óskar.
„Við ætluðum að koma hátt upp völlinn og koma okkur í þessi svæði sem við gerðum þannig að þetta gekk allt upp hjá okkur,
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir