Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
   lau 11. september 2021 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Menn skynja að það er eitthvað að gerast
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var sáttur með 3-0 sigur og hreint lak gegn HK í Pepsi Max-deild karla í kvöld en þetta þýðir að Víkingar eru komnir á toppinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 HK

Erlingur Agnarsson skoraði tvö og Nikolaj Hansen eitt í sigrinum en Víkingur er nú með 42 stig í efsta sæti deildarinnar.

„Bara mjög vel. Þetta var tense leikur og við töluðum um það að skilja muninn á spennu og stressi."

„Stress kemur bara þegar þú ert illa undirbúinn andlega og líkamlega og mér fannst við mjög vel undirbúnir. Mér fannst leikmennirnir stjórna spennustiginu mjög vel. Við vorum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en ekki með neina flugeldasýningu."

„Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærinu en ég var mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Við vorum mjög sloppy og vorum að bíða eftir að HK, sem voru mjög kraftmiklir á þeim tímapunkti, að jafna leikinn, en svo kom mark Ella þvert gegn gangi leiksins og eftir það náðum við að róa okkur niður og ná betri tökum á leiknum."


Annað mark Víkinga kom upp úr engu en þá voru HK-ingar að setja pressu á heimamenn.

„Menn urðu rólegri og slaka á og ná betra control á leiknum. HK fór að opna sig meira og meira, það hentar okkur ágætlega þá gátum við breikað á þá. Við fengum eitt, tvö, þrjú færi til að bæta við en 3-0 og hreint lak er mjög ásættanlegt, sérstaklega þegar það er svona mikið undir."

Stuðningurinn úr stúkunni var magnaður og hefur verið í síðustu leikjum en Arnar segir að menn finni það á sér að það sé eitthvað að eiga sér stað í Víkinni.

„Hann var rosalegur. Þetta er bikarúrslitaleikurinn all over again, þeir hafa verið frábærir síðustu þrjá eða fjóra leiki. Menn skynja að það er eitthvað að gerast, það er bara gaman í Víkinni í dag og gaman fyrir alla umgjörð. Þeir eru búnir að vera geggjaðir."

Erlingur skoraði tvö mörk í leiknum. Hann hefur verið iðinn við kolann í síðustu leikjum en Arnar bendir á að hann hafi spilað jafnvel í allt sumar.

„Hann er búinn að spila í þessum leik jafnvel og í allt sumar en verandi framherji þá eru menn að tala um að hann er ekki búinn að skora nægilega mörg mörk. Nú er búinn að gera fjögur mörk í síðustu þremur eða fjórum leikjum og því eðlilega fær hann fyrirsagnirnar. Hann spilar alltaf jafnvel og gefur okkur alltaf mikla orku bæði í varnar- og sóknarleik en auðvitað líður honum alltaf betur að skora mörk," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner