Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   lau 11. september 2021 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Menn skynja að það er eitthvað að gerast
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var sáttur með 3-0 sigur og hreint lak gegn HK í Pepsi Max-deild karla í kvöld en þetta þýðir að Víkingar eru komnir á toppinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 HK

Erlingur Agnarsson skoraði tvö og Nikolaj Hansen eitt í sigrinum en Víkingur er nú með 42 stig í efsta sæti deildarinnar.

„Bara mjög vel. Þetta var tense leikur og við töluðum um það að skilja muninn á spennu og stressi."

„Stress kemur bara þegar þú ert illa undirbúinn andlega og líkamlega og mér fannst við mjög vel undirbúnir. Mér fannst leikmennirnir stjórna spennustiginu mjög vel. Við vorum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en ekki með neina flugeldasýningu."

„Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærinu en ég var mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Við vorum mjög sloppy og vorum að bíða eftir að HK, sem voru mjög kraftmiklir á þeim tímapunkti, að jafna leikinn, en svo kom mark Ella þvert gegn gangi leiksins og eftir það náðum við að róa okkur niður og ná betri tökum á leiknum."


Annað mark Víkinga kom upp úr engu en þá voru HK-ingar að setja pressu á heimamenn.

„Menn urðu rólegri og slaka á og ná betra control á leiknum. HK fór að opna sig meira og meira, það hentar okkur ágætlega þá gátum við breikað á þá. Við fengum eitt, tvö, þrjú færi til að bæta við en 3-0 og hreint lak er mjög ásættanlegt, sérstaklega þegar það er svona mikið undir."

Stuðningurinn úr stúkunni var magnaður og hefur verið í síðustu leikjum en Arnar segir að menn finni það á sér að það sé eitthvað að eiga sér stað í Víkinni.

„Hann var rosalegur. Þetta er bikarúrslitaleikurinn all over again, þeir hafa verið frábærir síðustu þrjá eða fjóra leiki. Menn skynja að það er eitthvað að gerast, það er bara gaman í Víkinni í dag og gaman fyrir alla umgjörð. Þeir eru búnir að vera geggjaðir."

Erlingur skoraði tvö mörk í leiknum. Hann hefur verið iðinn við kolann í síðustu leikjum en Arnar bendir á að hann hafi spilað jafnvel í allt sumar.

„Hann er búinn að spila í þessum leik jafnvel og í allt sumar en verandi framherji þá eru menn að tala um að hann er ekki búinn að skora nægilega mörg mörk. Nú er búinn að gera fjögur mörk í síðustu þremur eða fjórum leikjum og því eðlilega fær hann fyrirsagnirnar. Hann spilar alltaf jafnvel og gefur okkur alltaf mikla orku bæði í varnar- og sóknarleik en auðvitað líður honum alltaf betur að skora mörk," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner