Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 08:50
Elvar Geir Magnússon
Keane hrósar Trent í hástert
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er þekktur fyrir að vera óvæginn í gagnrýni sinni sem sparkspekingur en hann getur líka hrósað mönnum, þó það rati ekki eins oft í fjölmiðla.

Keane var mjög hrifinn af frammistöðu Trent Alexander-Arnold, leikmanns Liverpool, í 2-0 sigri Englands á Finnlandi í Þjóðadeildinni í gær. Harry Kane skoraði bæði mörkin og Trent lagði upp það fyrra.

„Hann sýndi snilli sína. Þegar bestu leikmennirnir fá tíma og pláss með boltann þá gera þeir þetta. Þessi sending frá honum var mögnuð, þetta er ekki á færi margra. Algjör snilldarsending sem hefur mikil áhrif," sagði Keane.

Gareth Southgate reyndi að nota Alexander-Arnold sem miðjumann á EM með slæmum árangri. Lee Carsley núverandi bráðabirgðastjóri Englands segist hinsvegar líta á hann sem bakvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner