Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. október 2019 21:37
Magnús Már Einarsson
Hamren: Birkir kemur mér ekki lengur á óvart
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason var maður leiksins þegar Ísland tapaði 1-0 gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld. Birkir er án félags en það var ekki að sjá án frammistöðu hans á miðjunni í kvöld.

„Hann kemur mér ekki lengur á óvart. Hann spilar mjög vel með okkur þó að hann hafi ekki spilað með félagsliði lengi. Hann sýnir með gæðum sínum og reynslu af hverju ég valdi hann," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari aðspurður út í frammistöðu Birkis.

„Ég var sáttur við alla leikmennina í adg. Ég sagði við strákana í vikunni að við gætum ekki gert meira en okkar besta og við gerðum það í dag. Ég er mjög stoltur af strákunum."

„Þeir ættu að vera stoltir af sjálfum sér. Sem leikmaður þá viltu fá eitthvað út úr leiknum. Jafnvel þó að Tyrkir hefðu unnið þá hefðum við viljað náð jafntefli."

Athugasemdir
banner
banner
banner