Rúnar Már Sigurjónsson fór meiddur af velli í leiknum gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. 
Ísland tapaði leiknum 1-0.
                
                                    Ísland tapaði leiknum 1-0.
Rúnar haltraði af velli á 73. mínútu og kom Alfreð Finnbogason inn á í hans stað.
Rúnar, sem byrjaði á miðjunni í kvöld, staðfesti það eftir leik að hann er tognaður aftan í læri og verður hann ekki með gegn Andorra á mánudaginn.
Afar líklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson missi líka af leiknum gegn Andorra, en hann fór meiddur af velli á 13. mínútu í kvöld.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

