Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Liechtenstein í síðasta heimaleik ársins
Icelandair
Ísland mætir Liechtenstein í kvöld
Ísland mætir Liechtenstein í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni HM er liðið mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.

Íslenska liðið er í næst neðsta sæti riðilsins með 5 stig en Liechtenstein er í neðsta sætinu með 1 stig.

Liðin eigast við á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta síðasti leikur karlalandsliðsins á Laugardalsvelli á þessu ári en tveir útileikir gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu fara fram í nóvember.

Þrjú lið berjast um annað sæti riðilsins en það virðist svo gott sem öruggt að Þýskaland taki efsta sætið.

Leikir dagsins:
18:45 Norður-Makedónía-Þýskaland (National Arena Todor Proeski)
18:45 Rúmenía-Armenía (National Arena Bucharest)
18:45 Ísland-Liechtenstein (Laugardalsvöllur)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner