Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. október 2021 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veit að Albert vill spila fyrir miðju - Varnarvinnan mikilvægari en mörkin
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk þegar Ísland vann Liechtenstein í kvöld. Bæði mörk Alberts komu af vítapunktinum og voru spyrnur Alberts mjög öruggar. Hann var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net.

Mörkin eru fyrstu mörk Alberts í keppnisleikjum fyrir Ísland og var Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, spurður út í hversu mikilvæg þessi mörk væru hann og landsliðið.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Við vitum öll hvað Albert getur, ég veit að Albert vill spila fyrir miðju. En þú þarft að taka öll skrefin, þarft að sýna að þú sért mættur á svæðið og þú sért maðurinn sem er að gera hluti sóknarlega fyrir liðið og ekki bara einu sinni heldur í sífellu," sagði Arnar.

„Það var mjög gott fyrir hann að skora tvö mörk en það eru ekki bara mörkin sem eru jákvæð fyrir hann. Hann var að gera góða hluti úti á vellinum og það sem var mikilvægara fyrir mig var að hann var að vinna varnarvinnuna sína mjög vel. Það er það sem er mikilvægast fyrir okkur sem landslið að við séum með ellefu leikmenn inn á sem eru allir að vinna varnarvinnu."

„Ef þú ert leikmaður eins og Albert þá hefuru ákveðið frjálsræði en þegar við töpum boltanum þá þarftu að sinna þínu vegna þess að við höfum ekki efni á því að gefa afslátt í því og ef það væri þannig þá myndu menn ekki fá margar mínútur,"
sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:
Albert: Gerir margt fyrir mig að skora mörk
Athugasemdir
banner