Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
„Auðvitað stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik og vel gert að koma til baka úr erfiðari stöðu en líka smá svekktir að við náðum ekki að setja inn þriðja markið og taka þrjú stig." Sagði Orri Steinn Óskarsson framherji Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
Íslenska liðið var mun betra í síðari hálfleiknum en þeim fyrri í kvöld.
„Ég held að það sé mjög einfalt. Við setjum meiri kraft í pressuna okkar og erum meira aggressívir á það hvenær við viljum fara og hvenær ekki og ég held að við gerðum þeim mjög erfitt fyrir með að vera að pressa þá alla leið niður og svo vorum við hættulegir á transition líka og héldum vel í boltann."
„Ég held að öll stig af leiknum vorum við betri en Wales í seinni hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir."
Innkoma Loga Tómassonar skiptir sköpum í kvöld.
„Ég er auðvitað með Loga í herbergi og ég er búin að vera kenna honum aðeins upp á herbergi hvernig á að setja hann í markið þannig það var gott að sjá." Sagði Orri Steinn glottandi og hélt svo áfram.
„Logi kom auðvitað frábærlega inn í þennan leik og stóð stig frábærlega. Það gaf okkur smá 'edge' sem við þurftum. Hættulegur fram á við og sterkur varnarlega þannig það var eiginlega ekki hægt að biðja um meira frá Loga í dag."
Nánar er rætt við Orra Stein Óskarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |