Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   fös 11. október 2024 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið er komið með fjögur stig í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Auðvitað stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik og vel gert að koma til baka úr erfiðari stöðu en líka smá svekktir að við náðum ekki að setja inn þriðja markið og taka þrjú stig." Sagði Orri Steinn Óskarsson framherji Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

Íslenska liðið var mun betra í síðari hálfleiknum en þeim fyrri í kvöld.

„Ég held að það sé mjög einfalt. Við setjum meiri kraft í pressuna okkar og erum meira aggressívir á það hvenær við viljum fara og hvenær ekki og ég held að við gerðum þeim mjög erfitt fyrir með að vera að pressa þá alla leið niður og svo vorum við hættulegir á transition líka og héldum vel í boltann." 

„Ég held að öll stig af leiknum vorum við betri en Wales í seinni hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir." 

Innkoma Loga Tómassonar skiptir sköpum í kvöld.

„Ég er auðvitað með Loga í herbergi og ég er búin að vera kenna honum aðeins upp á herbergi hvernig á að setja hann í markið þannig það var gott að sjá." Sagði Orri Steinn glottandi og hélt svo áfram.

„Logi kom auðvitað frábærlega inn í þennan leik og stóð stig frábærlega. Það gaf okkur smá 'edge' sem við þurftum. Hættulegur fram á við og sterkur varnarlega þannig það var eiginlega ekki hægt að biðja um meira frá Loga í dag." 

Nánar er rætt við Orra Stein Óskarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner