Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 11. október 2024 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið er komið með fjögur stig í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Auðvitað stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik og vel gert að koma til baka úr erfiðari stöðu en líka smá svekktir að við náðum ekki að setja inn þriðja markið og taka þrjú stig." Sagði Orri Steinn Óskarsson framherji Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

Íslenska liðið var mun betra í síðari hálfleiknum en þeim fyrri í kvöld.

„Ég held að það sé mjög einfalt. Við setjum meiri kraft í pressuna okkar og erum meira aggressívir á það hvenær við viljum fara og hvenær ekki og ég held að við gerðum þeim mjög erfitt fyrir með að vera að pressa þá alla leið niður og svo vorum við hættulegir á transition líka og héldum vel í boltann." 

„Ég held að öll stig af leiknum vorum við betri en Wales í seinni hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir." 

Innkoma Loga Tómassonar skiptir sköpum í kvöld.

„Ég er auðvitað með Loga í herbergi og ég er búin að vera kenna honum aðeins upp á herbergi hvernig á að setja hann í markið þannig það var gott að sjá." Sagði Orri Steinn glottandi og hélt svo áfram.

„Logi kom auðvitað frábærlega inn í þennan leik og stóð stig frábærlega. Það gaf okkur smá 'edge' sem við þurftum. Hættulegur fram á við og sterkur varnarlega þannig það var eiginlega ekki hægt að biðja um meira frá Loga í dag." 

Nánar er rætt við Orra Stein Óskarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner