Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   fös 11. október 2024 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tólfan vann stórsigur á stuðningsmönnum Wales
Icelandair
Fjörugur leikur í gær.
Fjörugur leikur í gær.
Mynd: Tólfan
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, lék í gær vináttuleik gegn stuðningsmannasveit velska landsliðsins.

Spilað var á AVIS-vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal og er skemmst frá því að segja að íslenska liðið vann 8-1 sigur í leiknum.

Í tilkynningu fyrir leikinn var lofað að fyrrum landsliðsmaður myndi spila með Tólfunni í leiknum og var það enginn annar en Brynjar Björn Gunnarsson sem lék með stuðningsmönnum íslenska landsliðsins.

Í liði Tólfunnar var einnig Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, og í velska liðinu spilaði framkvæmdastjóri velska sambandsins, Noel Mooney.

Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn í gær.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli. Tólfan hitar upp fyrir leikinn í kvöld á Ölveri og mætir svo á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner