Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. nóvember 2020 12:01
Elvar Geir Magnússon
Leik Noregs og Ísraels aflýst vegna Covid-19
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að aflýsa vináttulandsleik Noregs og Ísraels sem fram átti að fara í kvöld.

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi mældu sterklega með því að leikurinn færi ekki fram.

Leikmaður í ísraelska liðinu greindist með Covid-19 og var samstundis settur í einangrun ásamt einhverjum leikmönnum sem hann hafði borðað mat með.

Heilbriðisyfirvöld telja hættu á að veiran hafi dreift sér innan leikmannahóps og/eða starfsliðsins.

Í tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu segir að það sé leiðinlegt að þurfa að fresta leik með svona stuttum fyrirvara en engin áhætta sé tekin.

Landsliðsþjálfari Noregs er Lars Lagerback, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner