Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 11. nóvember 2022 23:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vieira: Fjölmiðlar sýna Maguire vanvirðingu
Mynd: EPA

Patrick Vieira stjóri Crystal Palace er ósáttur við meðferðina sem Harry Maguire leikmaður Manchester United fær í fjölmiðlum.


„Fjölmiðlar sýna Maguire og fleirum sem hafa verið valdir í landsliðið vanvirðingu. Maguire er topp leikmaður sem er með sterkan karakter. Stundum spilaru vel og sundum geturu spilað illa, en það tekur ekki gæðin í burtu  og persónuleikann hans. Landsliðið græðir á því," sagði Vieira.

Maguire fer með landsliði Englands á HM en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Marc Guehi miðvörður Palace hefur spilað hverja einustu mínútu.

„Það sem hann þarf að gera er að halda áfram að sýna stöðuga frammistöðu. Ef þú berð hann saman við Maguire, munurinn er sá að Maguire þekkir þetta landsliðs 'level' en Guehi þekkir það ekki ennþá," sagði Vieira.

Guehi var í enska hópnum í þremur síðustu verkefnunum fyrir HM.


Athugasemdir
banner
banner